135. löggjafarþing — 7. fundur,  10. okt. 2007.

skattaívilnanir vegna rannsókna- og þróunarverkefna.

14. mál
[14:43]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fæst þeirra sprotafyrirtækja sem eru að byggja sig upp greiða skatta þegar þau eru að vaxa. Það sem við erum að tala um hér er því að koma til móts við þau þannig að þau fái endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði sínum til þess að þau geti vaxið á Íslandi. Við erum í samkeppni. Það er verið að bjóða í íslensk sprotafyrirtæki og hátæknifyrirtæki að utan. Það er verið að bjóða í þessi fyrirtæki með skattaívilnunum, t.d. frá Kanada. Ég tel að við verðum að svara því með því að bjóða upp á sambærilegt umhverfi hér.