135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

fjáraukalög 2007.

103. mál
[11:15]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki neinar nýjar tölur um kostnað við Grímseyjarferjuna umfram þær sem komið hafa fram í umræðunni að undanförnu. Það hafa engar breytingar orðið á þeim ákvörðunum sem teknar voru við upphaf verksins, að verkið verði fjármagnað af þeim heimildum sem Vegagerðin hefur til framkvæmda eins og fram hefur komið og Vegagerðin hefur ekki ráðstafað til annarra verka. Það liggur því fyrir að Vegagerðin hefur mjög rúmar heimildir, hefur reyndar haft það á undanförnum árum vegna þess að verk hafa ekki gengið fram. Um er að ræða lögbundin verkefni Vegagerðarinnar og því hefur hún bæði heimild í 6. gr. til að kaupa ferjuna og í fjárlögum til að ráðstafa fjármunum til verksins.