135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

brottfall vatnalaga.

8. mál
[20:13]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er ágætt að þetta komi fram hjá hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni. Hæstv. iðnaðarráðherra tók fram í máli sínu áðan að gert hefði verið ráð fyrir því að skipuð yrði nefnd til að fjalla um þennan þátt, um þessi lög og skoða þau. Það mun hann gera í tengslum við þetta mál. Við skulum vænta þess að eitthvað komi út úr því starfi annað en bara status quo.