135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

aukinn þorskafli á fiskveiðiárinu 2007/2008.

5. mál
[22:43]
Hlusta

Flm. (Guðjón A. Kristjánsson) (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er rétt athugasemd sem hér kom fram áðan. Of hátt verð á þorski verður til þess að menn fara að kaupa kjúkling eða naut. Það er ekki hægt að hafa uppi endalaus fagnaðarlæti yfir því hvert verðið fer vegna þess að neytandinn breytir hegðun sinni og það getur hreinlega dregið úr eftirspurn og orðið fall sem menn geta lent í til nokkurra mánaða, þetta höfum séð. Þegar verðið fer of hátt og fólk hættir að kaupa þá fellur það hratt og menn geta setið uppi með það í lengri tíma.

Hin gullvæga regla um að fagna hækkunum er auðvitað prýðileg svo framarlega sem slíkt keyrir ekki fram úr kaupmætti fólksins.