135. löggjafarþing — 9. fundur,  15. okt. 2007.

sala áfengis og tóbaks.

6. mál
[17:49]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ef hv. þingmaður gengi um í Reykjavík um helgar sæi hann árangurinn af núverandi áfengisbanni eða öllum þeim áfengislögum sem við höfum sett til að vinna gegn þessu böli. Ég spyr hv. þingmann, fyrst hann telur þessi áfengislög vera svo heilög og góð, hvort hann sjái ekki þann raunveruleika.

Hann talar um að gott væri að banna áfengi. Nú veit ég ekki betur en að eiturlyf séu bönnuð. Er þá enginn eiturlyfjavandi til?