135. löggjafarþing — 9. fundur,  15. okt. 2007.

sala áfengis og tóbaks.

6. mál
[18:45]
Hlusta

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er dálítið sérstakt að heyra hv. síðasta ræðumann tala eins og markaðssetningarfulltrúa fyrir áfengi í landinu, en slá svo úr og í. Það var nú besti kaflinn í ræðunni. Þetta frumvarp er auðvitað fyrst og fremst spurning um hvort vín fái að flæða frjálst inn í stórmarkaðina á næstu missirum.

Menn hafa talað hér mjög sérkennilega um aukningu á magni vínanda á hvern landsmann og farið með fleipur í mörgum tilvikum, notað tölur sem eiga ekki við rök að styðjast. Það er til að mynda engin spurning að með tilkomu bjórsins á sínum tíma jókst mjög vínandamagn á hvert mannsbarn í landinu. Það gerðist á nokkrum árum. Á tiltölulega fáum árum hefur aukning vínanda á mannsbarn nær því aukist um 100%.

Það var líka sérkennilegt að heyra hv. þingmann fjalla um áhuga á víni og vínmenningu vegna þess að vín getur aldrei flokkast undir menningu. (Gripið fram í.) Vínmenning er öfugmæli. (Forseti hringir.)