135. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2007.

strandsiglingar.

96. mál
[14:07]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Magnús Stefánsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. samgönguráðherra fyrir svarið við fyrirspurn minni. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með hvernig honum tekst að ná þessu máli fram. Ég óska honum góðs við það.

Hæstv. ráðherra gat ekki á sér setið að beina til mín spurningu. Það var hálfgerð smjörklípuaðferð hjá honum. Ég get upplýst að ég hef lengi verið mikill áhugamaður um þetta mál og oft fjallað um hvernig sé hægt er að finna lausnir á því. Sem fyrrverandi ráðherra fór ég ekki með samgöngumál í þeirri ríkisstjórninni og ég veit að hæstv. ráðherra, núverandi hæstv. samgönguráðherra, skilur það.

Ég ítreka að ég óska hæstv. samgönguráðherra alls hins besta við að finna lausn á þessu máli. Ég veit að það er ekki auðvelt og einfalt en gangi honum vel við það.