135. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2007.

endurgreiðsla virðisaukaskatts.

112. mál
[14:44]
Hlusta

Ásta Möller (S):

Virðulegi forseti. Þetta er mjög mikilvægt mál sem hefur verið tekið upp og fyrir það er þakkað. Þar staðfesti hæstv. fjármálaráðherra að virðisaukaskattur er greiddur af ákveðinni þjónustu eins og ræstingu hjá opinberum heilbrigðisstofnunum. En hið sama á ekki við um stofnanir sem eru reknar á einkarekstrarlegum grunni samkvæmt samningi við ríkið.

Ef verið er að fara í þá átt sem hæstv. fjármálaráðherra talar um, sem ég fagna, að auka heimildir til að fá virðisaukann greiddan til baka, hvet ég hann til þess að það eigi jafnframt við um þær stofnanir sem eru reknar samkvæmt samningi við ríkið. Meðan það er ekki gert eykst enn meira mismunurinn varðandi rekstrargrunn þessara stofnana og ríkið mun þurfa að leggja út aukið fjármagn til stofnana sem starfa sem hlutafélög og veita sömu þjónustu og opinberar stofnanir og við það (Forseti hringir.)