135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[11:07]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta atriði hefur vissulega borið á góma en núverandi forsætisráðherra er íhaldssamur hvað varðar breytingar á nöfnum ráðuneyta og þess vegna er niðurstaðan sú sem hún er, að gera ekki breytingu hvað þetta varðar.