135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[11:18]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér er kunnugt um það að hæstv. sjávarútvegsráðherra sem jafnframt er landbúnaðarráðherra situr nú ársþing Landssambands smábátaeigenda en er væntanlegur hingað í húsið um leið og hann hefur lokið skyldustörfum sínum þar, væntanlega mjög fljótlega. Mér er fyrir mitt leyti ljúft að verða við tilmælum hv. formanns Framsóknarflokksins, 3. þm. Suðurk., og ef forseti vildi frekar taka fyrir næsta mál á dagskrá og skjóta því inn í umræðuna finnst mér það sjálfsagt.