135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[12:59]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Forseti vill minna hv. þingmann á að samkvæmt þingsköpum skal ræðumaður beina máli sínu til forseta eða fundarins (GÁ: Nenni ekki að tala við hann.) en ekki til einstakra þingmanna eða ávarpa þingmenn með 2. persónu fornafni. Þá vill forseti enn fremur minna hv. þingmann á að samkvæmt 58. gr. þingskapa má ekki lesa upp prentað mál nema með leyfi forseta.

Þannig (GÁ: Fundarstjórn.) hagar til að tveir hv. þingmenn og einn hæstv. ráðherra hafa óskað eftir að veita andsvör við ræðu hv. þingmanns og verður því að (GÁ: Um fundarstjórn forseta.) stytta ræðutíma í seinni umferð niður í eina mínútu. — Hv. þingmaður fær að tala um fundarstjórn forseta þegar andsvörum er lokið.