135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[13:20]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það dugir nú ekki að láta hv. þingmann snupra sig. Sannleikurinn er sá, ef við horfum 12 ár aftur í tímann í gegnum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og störf Framsóknarflokksins, að þar kom hið umbreytta Ísland. Í gegnum þau verkefni sem það hafði liggja hin stóru tækifæri sem svo eru mjög dásömuð. Forseti Íslands hefur meira að segja lagt leið sína til Bandaríkjanna til að segja frá því sem gerðist í tíð Framsóknarflokksins í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Þar í gegn var bankanum breytt sem hefur skapað útrás og störf fyrir þúsundir Íslendinga, hálaunastörf. Í orkugeiranum sjá menn ný og stór tækifæri.

Það var hinn sterki Framsóknarflokkur sem fór með þetta ráðuneyti og það var gerandi á síðustu 12 árum hvað erlenda fjárfestingu og upprisu (Forseti hringir.) efnahagslífs á Íslandi varðar. Þótt við getum deilt um ýmislegt um þau verkefni var það (Forseti hringir.) merkismál, hæstv. forseti, það var ekki smáverkefni í okkar höndum. (Gripið fram í.)