135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[14:51]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir málefnalega og greinargóða ræðu um þetta efni. Það er aðeins eitt atriði sem ég vil skýra, sem spurt var um hvað varðar Hólaskóla. Það liggur fyrir samkomulag varðandi Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri en það er verið að vinna í sambærilegu samkomulagi gagnvart Hólaskóla. Það er rétt að þeirri spurningu er ekki fyllilega svarað í greinargerð frumvarpsins en þannig er það mál á vegi statt og vonandi tekst að klára þann samning með eðlilegum hætti áður en lögin taka gildi.