135. löggjafarþing — 16. fundur,  1. nóv. 2007.

notkun raflagna og raffanga á Keflavíkurflugvelli.

65. mál
[16:24]
Hlusta

Frsm. minni hluta viðskn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Mér er talsvert mikið niðri fyrir þegar stjórnarskráin á í hlut, en að tala um sérkennilegan málflutning, sleggjudóma og annað slíkt sem rök þýðir rökþrot. Ég hefði viljað heyra hv. þingmann færa lögfræðileg rök gegn sjónarmiðum mínum sem voru ábyggilega 95% af ræðu minni þó að ég hafi ef til vill einhvern tímann misst mig í lýsingarorðum. Heyra rök fyrir því. Þau voru ekki frammi.

Skólastarfið var hægt að hefja með miklum leik. Það var bara staðið að málum með sleifarlagi. Það gilti hið sama um ratsjárstöðvarnar. Það blasti við allan tímann hvað yrði um þær þegar ríkisstjórnin vaknaði allt í einu upp af værum blundi í sumar. Ég skora á hv. þingmann að koma fram með lögfræðileg rök gegn þeim lögfræðilegu rökum sem ég hef sett fram gegn áliti meiri hlutans í nefndinni.