135. löggjafarþing — 17. fundur,  2. nóv. 2007.

tilhögun þingfundar.

[10:31]
Hlusta

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Um fyrirkomulag þinghalds í dag vill forseti taka fram eftirfarandi: Gert er ráð fyrir að þingfundir standi fram undir klukkan tvö. Ekkert hádegishlé verður. Atkvæðagreiðslur verða 10 mínútum fyrir 11.

Um fyrstu þrjú dagskrármálin sem eru frá varaþingmönnum mun forseti viðhafa þá reglu að standi umræða um hvert þeirra lengur en 45 mínútur mun forseti fresta málinu og taka fyrir næsta dagskrármál.