135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

tekjuskattur.

36. mál
[18:05]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Var það í einhverju sérstöku, einstöku tilfelli eða almennt? Vegna þess að ef það var ekki í sérstöku, einstöku tilfelli sé ég ekki til hvers verið var að birta þessar upplýsingar. Það er hægt að birta statistík nákvæmlega eins, statistík um það hverjir greiða háa skatta og hverjir greiða lága skatta o.s.frv. Hverjir berast mikið á o.s.frv. Ef hann kærði ekki í einstöku, sérstöku tilviki sé ég ekki til hvers verið var að birta þessar upplýsingar.

Svo svaraði hv. þingmaður ekki seinni spurningunni, þ.e. hvort hann treysti ekki opinberum starfsmönnum til að sinna skatteftirliti.