135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

tekjuskattur.

36. mál
[18:58]
Hlusta

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil gera að umtalsefni óviðurkvæmileg ummæli hv. þingmanns með því að líkja núverandi kerfi með opinbera birtingu skattskrár við einhvers konar Stasi-fyrirkomulag eða sovéska umgjörð.

Þetta er þvert á móti mjög gott fyrirkomulag, að minnsta kosti dæmi um séríslenskt fyrirkomulag sem í upphafi var byggt á almannahagsmunum og þjónar enn mikilvægum almannahagsmunum. Það er algjörlega í samræmi við réttarþróun síðustu ára þar sem í síauknum mæli er lögð áhersla á gagnsæi og upplýsingaskyldu um kjör, hvort sem er kjörinna fulltrúa eða lykilstarfsmanna í fyrirtækjum.

Ég er ánægður með ummæli hv. þingmanns því þau eru þessu vonda frumvarpi ekki til framdráttar.