135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

tekjuskattur.

36. mál
[19:03]
Hlusta

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég biðst afsökunar á því að hafa beint orðum mínum að öðrum en þeim sem flutti hér síðast ræðu en ég tel að sams konar sjónarmið hafi komið fram í máli beggja flutningsmanna frumvarpsins. Ég vil benda á að ein af forsendum fréttaflutnings, vegna þess að hv. þm. Pétur Blöndal talaði um forvitni, er að hann tengist almannahagsmunum, að það séu fréttir, tíðindi sem geta gagnast almenningi á einhvern hátt, en forvitni er líka efnisleg forsenda fréttaflutnings (Gripið fram í.) og er oft lögð til grundvallar. Það er mjög mikið um fréttir sem eru fluttar eingöngu vegna þess að þær eru forvitnilegar fyrir almenning.