135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

tekjuskattur.

36. mál
[19:05]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta byggir aldeilis á misskilningi. Það fólk fremur bótasvik sem ekki á rétt á bótum, er ekki öryrkjar, uppfyllir ekki þau skilyrði að fá bætur. Það eru bótasvik. Ég er ekki að ráðast á öryrkja eða aðra sem eiga rétt á bótum, alls ekki. Ég er að ráðast á hina sem svíkja bætur úr kerfinu og í rauninni eyðileggja kerfið og gera það erfitt að bæta þeim sem þurfa á að halda og eru raunverulegir bótaþegar.