135. löggjafarþing — 19. fundur,  6. nóv. 2007.

Háskóli á Ísafirði.

30. mál
[16:08]
Hlusta

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekkert að draga úr því að það er rétt hjá hv. þm. Jóni Bjarnasyni að hér þarf pólitíska ákvörðun. Ég ætla að vona að hún komi, þ.e. nákvæmlega hvernig við ætlum að framfylgja þessu, sem sagt framkvæmdaplan um það með hvaða hætti staðið verður að háskóla- og rannsóknastarfi á Vestfjörðum. Aftur á móti getum við deilt um hvort eðlilegt hefði verið að það yrði fyrst ákveðið og síðan sett á stofn framkvæmdanefnd til að fylgja því eftir eða hafður sá aðdragandi sem kom með skipun nefndarinnar sem nú er að störfum. Ég ætla ekkert að deila um það í sjálfu sér, ég vona að niðurstaðan verði jafngóð hvora leiðina sem við förum.