135. löggjafarþing — 23. fundur,  13. nóv. 2007.

fullvinnsla á fiski hérlendis.

38. mál
[16:53]
Hlusta

Illugi Gunnarsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vegna lokaorða hv. þingmanns þá er ég honum fyllilega sammála, það ber að horfa til allrar vigtunar, ekki bara vigtunar erlendis. Það er mikið hagsmunamál fyrir útgerðina að ekki leiki vafi á því að það sé rétt vigtað.

Það sem menn hafa haft áhyggjur af er það samkeppnisstaða landvinnslunnar sé skert vegna þess að verið sé að koma á viðskiptum erlendis þar sem menn geta ekki haft eins gott eftirlit með vigtun eins og þó er hér þó að ábyggilega geti menn fundið aðstæður eða fundið atriði sem þeir telja að betur mættu fara hér heima. Slík atriði snúa þá að þeirri nefnd sem ég veiti forstöðu og við ætlum og munum vanda okkur eins vel og hægt er til að finna sem bestar lausnir á þeim.