135. löggjafarþing — 24. fundur,  14. nóv. 2007.

flutningsjöfnunarstyrkir.

136. mál
[13:43]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf):

Herra forseti. Ég fagna orðum hæstv. ráðherra Björgvins G. Sigurðssonar. Þau orð sem hann lét falla áðan eru einmitt í þeim anda að koma til móts við landsbyggðina og þann mikla flutningskostnað sem hún þarf að greiða. Það er mjög jákvætt að hann skuli hafa ákveðið að fresta niðurfellingu jöfnunarsjóðs olíuvara og einnig að horft skuli vera til þess að auka niðurgreiðslu á flutningi. Það er náttúrlega óheyrilegt hvað flutningskostnaður út á land er mikill. Ég vænti þess og bind miklar vonir við að flutningskostnaður muni lækka fyrr en síðar, og binda fleiri miklar vonir við það.