135. löggjafarþing — 24. fundur,  14. nóv. 2007.

þjónusta við aldraða.

175. mál
[15:50]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ná megi árangri í því að ríki og sveitarfélög sameini krafta sína í heimahjúkruninni. Með því væri hægt að veita betri þjónustu með einni samhæfðri stjórn á því máli.

Það má vera að skynsamlegt sé að flytja rekstur hjúkrunarrýma til sveitarfélaga. Ég vil þó leyfa mér að setja fyrirvara við það. Ég held að menn verði að nálgast þessi mál þannig að undir heilbrigðisráðuneyti heyri heilbrigðismál en ekki undir félagsmálaráðuneyti.

Þótt lagt sé til í stjórnarfrumvarpi að málefni aldraðra fari til félagsmálaráðuneytis þá er það vegna þess að það er eðlilegt. En hjúkrunarþátturinn hlýtur að heyra undir heilbrigðisráðherra og ég sé ekki að það sé framför í að rugla því máli með óskýrari línum (Forseti hringir.) en eru í dag.