135. löggjafarþing — 25. fundur,  15. nóv. 2007.

ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2006.

205. mál
[15:37]
Hlusta

Ármann Kr. Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Okkur hv. þm. Jón Bjarnason greinir alveg klárlega á um hvað sé einkavæðing. Ég ítreka þá skoðun mína að jafnvel þó til dæmis Póstinum hafi verið breytt í hlutafélag þá er ekki um einkavæðingu að ræða í mínum huga. Fyrir mér er það ekkert sáluhjálparatriði að breyta stofnunum í hf. En ég undirstrika það að á þeim sviðum þar sem við getum einkavætt þá vil ég einkavæða, svo það sé alveg skýrt.