135. löggjafarþing — 26. fundur,  15. nóv. 2007.

almannatryggingar o.fl.

195. mál
[18:58]
Hlusta

Ásta Möller (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þingmanni sé ljóst að hann fór ekki rétt með tölur hér áðan. Það verður að horfa á heildarmyndina og lífeyristryggingar hækkuðu um 6,3% en ekki 3,3%. Hann verður bara að viðurkenna það.

Vissulega má alltaf gera betur. Afar stór skref voru stigin á síðasta ári og hv. þingmaður þekkir það jafn vel og ég. Ég held að ákveðinn biðleikur sé í gangi, verið er að færa lífeyristryggingar yfir til félagsmálaráðuneytisins, verið er að skoða kerfið í heild sinni, skoða samtengingu á milli lífeyristrygginga og skatta og tekna. Það er full ástæða til að skoða kerfið í heild sinni áður en næsta skref er stigið og það er svar mitt.