135. löggjafarþing — 26. fundur,  15. nóv. 2007.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

203. mál
[19:46]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér fannst þessi ræða hv. þingmanns og eins sú hin fyrri endurspegla mikilvægi þess að stjórnarandstaðan verði styrkt. Það er afar mikilvægt að stjórnarandstaðan hafi aðgang að sérfræðingum, aðstoð til þess að leggja inn í umræðuna (Gripið fram í: Málefnalega umræðu …) uppbyggilega hluti. Það er mikilvægt að setja fram rök og sjónarmið og sýn, þannig að við tökum málin fram á veg en ekki þannig að ræðurnar séu ekkert annað en andstaða við það sem kemur fram. Það er alveg augljóst, virðulegi forseti, að sú ræða sem hér var flutt er dæmi um mikilvægi þess að við eflum og styrkjum stjórnarandstöðuna.