135. löggjafarþing — 27. fundur,  19. nóv. 2007.

uppfylling ákvæða í kaupsamningi Símans.

[15:09]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Einkavæðing Símans var eitthvert best heppnaða einkavæðingarverkefni sem hér hefur átt sér stað í landinu. Það er unnið að uppbyggingu fjarskipta með skipulögðum hætti á vegum Fjarskiptasjóðs eins og hv. þingmaður auðvitað veit og verið að þétta GSM-netið og vinna að því að auka og bæta háhraðatengingar um land allt með fjármagni sem kom út úr sölunni á Símanum.

Ég tel ekki að þetta mál skapi nein óeðlileg fordæmi eins og hv. þingmaður spurði um. Ég tel að hér sé brugðist við ófyrirséðum og óvenjulegum aðstæðum með þeim hætti sem eðlilegt er að gera með því að veita frest til í mesta lagi þriggja mánaða.