135. löggjafarþing — 27. fundur,  19. nóv. 2007.

reglur um meðferð erfðaupplýsinga.

[15:30]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör og fagna því að verið er að skoða þessa þætti. Eins og hæstv. ráðherra benti á er ekki eingöngu um að ræða þetta mál, þessar upplýsingar, heldur má búast við því að ýmsar fleiri viðkvæmar persónuupplýsingar komi fram í framtíðinni eftir því sem málin þróast áfram og því er mikilvægt að við hugum að regluverki um allar slíkar upplýsingar. Ég hvet hæstv. ráðherra til að drífa í því, sem ég heyrði að hann ætlar að gera.