135. löggjafarþing — 28. fundur,  20. nóv. 2007.

fjáraukalög 2007.

103. mál
[18:55]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þar sem laun eru einn stærsti útgjaldaliður hverrar opinberrar stofnunar skiptir auðvitað miklu máli að spáin um launaskrið eða launaþróun láti nokkuð nærri þegar verið er að leggja fram fjárlög á hverju ári. Launaskriðið sem orðið hefur hjá heilbrigðisstofnunum er að mestum hluta vegna spennu á vinnumarkaði og álags sem skapast hefur inni á heilbrigðisstofnunum vegna þess að fólk hefur hreinlega sagt upp og hætt. Einnig hefur verið mikil hreyfing á fólki, borga hefur þurft mikla yfirvinnu og aðkeypta vinnu en það hefur aukist ár frá ári. Ekkert bendir til að mikil breyting verði á því á næsta ári þannig að ég tel að um sé að ræða þróun sem því miður heldur áfram. Auk þess verður að athuga að inni á heilbrigðisstofnunum eru kvennastéttir sem hafa örugglega setið eftir hvað launaskrið varðar.

Rétt er að forstöðumenn gangast undir ákveðnar skyldur en þær hljóta þá að vera í fullu samræmi við raunsæja fjárlagagerð. Sumir horfa nefnilega fram á að á að miðað við fjárlög á næsta ári vantar nokkur (Forseti hringir.) hundruð þúsund krónur upp á (Forseti hringir.) að endar nái saman.