135. löggjafarþing — 28. fundur,  20. nóv. 2007.

happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna.

207. mál
[19:55]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breyting á lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna.

Með lögum nr. 16/1973 var Dvalarheimili aldraðra sjómanna heimilað að stofna og reka vöruhappdrætti tímabundið. Hefur sú heimild verið framlengd um 10 ár í senn, síðast með lögum nr. 21/1997, og rennur heimildin út um áramótin.

Með frumvarpi þessu er lagt til að heimild Dvalarheimilis aldraðra sjómanna til rekstrar happdrættisins verði framlengd um 11 ár, þ.e. til ársloka 2018. Er slík framlenging í samræmi við gildistíma heimildar Happdrættis Háskóla Íslands til einkareksturs peningahappdrættis hér á landi, sem framlengdur var til 1. janúar 2019 með lögum nr. 127/2003.

Virðulegi forseti. Ég hef nú gert grein fyrir efni frumvarpsins og legg til að því verði að lokinni þessari umræðu vísað til hv. allsherjarnefndar og 2. umr.