135. löggjafarþing — 29. fundur,  21. nóv. 2007.

forvarnir og barátta gegn fíkniefnum.

[12:30]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F):

Hæstv. forseti. Þetta er drengileg umræða sem hér hefur farið fram og ágætar ræður hjá hæstv. heilbrigðisráðherra. Hans síðustu orð voru dónaskapur, óviðeigandi og ódrengileg. (Gripið fram í: Þetta er ekki um fundarstjórn forseta.) Það skiptir ekki máli. Menn þurfa stundum að bera af sér sakir. Framsóknarflokkurinn sem flokkur hefur ekki borið áfengi í búðir. Það er rangt og það er ekki satt. Menn eiga að segja satt hér og vera drengilegir í umræðu. Framsóknarflokkurinn sem slíkur hefur á stefnuskrá sinni að áfengi fari ekki inn í matvöruverslanir. Ég vil að það komi hér skýrt fram vegna ummæla míns ágæta vinar, hæstv. heilbrigðisráðherra.