135. löggjafarþing — 31. fundur,  27. nóv. 2007.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2007, um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

268. mál
[14:51]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þessar upplýsingar. Það er þá ljóst að við þurfum ekki að slá þannig í klárinn að við fáum ekki tíma til að skoða þetta mál vel. Ég þakka svo bara hæstv. utanríkisráðherra fyrir það, ég skil það svo að um verði þetta samvinna þannig að umhverfisnefndin eigi aðkomu að þessu máli með utanríkismálanefndinni.

Ég tel líka rétt að segja að ég lít svo á að með innleiðingu þessarar tilskipunar séu álitamálin í vatnalagafrumvarpinu — sem reyndar var samþykkt með gildistíma sem gerði það að verkum að þau lög gengu ekki í gildi — með þeim hætti að taka þurfi upp ákveðin veigamikil atriði í þeim lögum. Við bíðum auðvitað bara, framtíðin leiðir í ljós hvað verður í þeim efnum en ég tel í öllu falli að í þessari tilskipun sé falinn ákveðinn grunnur að því að gera þau lög þannig úr garði að við þau megi búa.