135. löggjafarþing — 32. fundur,  28. nóv. 2007.

eignarhald á jörðum.

152. mál
[13:45]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Endurnýjun í sveitunum verður ekki mikil ef auðmenn fara að kaupa upp jarðir út um allar sveitir. Það er kannski ekki það allra versta að fá ríka menn inn í sveitarfélagið en það er slæmt ef þeir borga ekki útsvar í sveitarfélaginu. Tvítengd útsvarsgreiðsla gæti því komið til góða í sveitunum. Fólk sem væri með hestabú í sveit en byggi á mölinni gæti borgað til helminga af útsvari í sveitarfélagið sem það er með hobbýbúskapinn í og síðan í sveitarfélagið sem það býr í. Það mundi strax laga stöðu sveitanna til að fást við þessi mál. Eins er það gagnvart fjármagnstekjuskattinum, verulegu máli skiptir að sveitarfélögin fái svipað hlutfall af fjármagnstekjuskatti og útsvari.