135. löggjafarþing — 32. fundur,  28. nóv. 2007.

íbúaþróun utan höfuðborgarsvæðisins.

214. mál
[14:23]
Hlusta

Jón Björn Hákonarson (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka þessar fyrirspurnir hjá Kristni H. Gunnarssyni. Hæstv. ráðherra fór yfir breytingar á íbúaþróun, þá breytingu sem varð á Austurlandi og hana má kannski þakka þeim miklu framkvæmdum sem þar eru og verða teknar í gagnið að hluta til á föstudaginn þar sem Kárahnjúkavirkjun er. Það sýnir okkur að til að rjúfa þá miklu kyrrstöðu sem vill verða þarf svona stórar framkvæmdir. Það er svolítið grátlegt að á sama tíma virðist ríkisstjórnin og Samfylkingin vera í þeirri stöðu að blása af kannski aðra slíka framkvæmd á Húsavík þar sem við erum að horfa á erfiða hluti. Ég vildi taka fram að það var mikill stórhugur sem ýtti þeim verkum af stað og það er kannski líka nauðsynlegt. En ég hætti mér ekki út í umræðu um mótvægisaðgerðir á einni mínútu.