135. löggjafarþing — 32. fundur,  28. nóv. 2007.

íbúaþróun utan höfuðborgarsvæðisins.

214. mál
[14:28]
Hlusta

Ármann Kr. Ólafsson (S):

Hæstv. forseti. Ég gat ekki annað en kvatt mér hljóðs eftir að ég hlustaði á alveg ótrúlega ræðu hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar. Að hugsa stærra í samgöngumálum og hugsa stærra í menntamálum! Ég meina, hvað er maðurinn að fara? Það hefur aldrei verið gert jafnmikið og núna stendur fyrir dyrum í báðum þessum málaflokkum úti á landi. (EMS: Þeir skammast sín.) Mér finnst alveg ótrúlegt að þinn flokkur, hafandi verið í ríkisstjórn undanfarin ár, skuli höggva í þetta. Hvað kemur fram í fjárlagafrumvarpinu? Hvergi og aldrei hefur verið gert meira átak gagnvart landsbyggðinni í þessum efnum.