135. löggjafarþing — 32. fundur,  28. nóv. 2007.

netþjónabú.

244. mál
[15:20]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna mjög þessari umræðu og fagna líka frumkvæði hæstv. ráðherra í þessum efnum. Hann hefur unnið gríðarlega vinnu í því að fjölga hér í iðnaði og iðnaðargerðum og reyna að lokka hingað netþjónabú til landsins. Ég fagna því vegna þess að í því felast veruleg tækifæri.

Mér þykja byggðasjónarmið líka mjög mikilvæg í þessu sambandi. Tækifærin sem fylgja því að fá hingað netþjónabú felast í því að í kringum slík netþjónabú geta byggst upp hátækniklasar. Netþjónabú geta sogað að sér hátæknifyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki sem getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir landsbyggðina.

Mér þótti mjög áhugavert að heyra hv. þm. Grétar Mar Jónsson í þessari umræðu. Við vorum að tala um byggðamálin áðan en mér heyrðist á honum að hann vildi fá netþjónabúin hingað á suðvesturhornið. (Forseti hringir.) Mér þótti þetta sérstök þversögn í málflutningi hv. þingmanns í ljósi þess sem hann sagði fyrr í dag.