135. löggjafarþing — 32. fundur,  28. nóv. 2007.

netþjónabú.

244. mál
[15:21]
Hlusta

Jón Björn Hákonarson (F):

Hæstv. forseti. Ég vil líkt og aðrir þingmenn fagna þeirri umræðu sem hér er um netþjónabú. Vonandi er þetta atvinnugrein sem getur skapað meiri fjölbreytni í iðnaði og um leið laðað að sér fleiri atvinnugreinar. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeirri vinnu sem iðnaðarráðuneytið stendur nú í.

Í fjölmiðlum í fyrradag var viðtal við framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að þeir hefðu áhyggjur af vinnuaflinu varðandi uppbyggingu netþjónabúa. Í máli hans kom fram að um mjög sérhæft vinnuafl væri að ræða og það væri eitt af þeim málum sem ætti að skoða mjög rækilega. Ég ætla að vona að (Forseti hringir.) það verði ofan á að netþjónabú verði að veruleika hér og að sjálfsögðu sem víðast um landið.