135. löggjafarþing — 32. fundur,  28. nóv. 2007.

staða kjarasamninga sjómanna á smábátum.

238. mál
[18:08]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Það ástand þegar ekki eru í gildi neinir kjarasamningar leiðir augljóslega til þess að samningar sem gerðir eru milli útgerðarmanns og sjómanns hverju sinni geta verið mjög breytilegir ef yfir höfuð eru þá einhverjir samningar. Maður veit ekki hvernig slíkum málum er ráðið til lykta í samtali eða við ráðningu um borð á viðkomandi bát.

Það er afar slæmt ástand að ekki skuli vera í gildi neinn samningur sem kveður á um lágmarkskjör, laun og annað sem máli skiptir. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort vinnulöggjöfin geri ekki ráð fyrir samningum, hvort hún geri ekki kröfu um að samningar verði gerðir þannig að ástandið sé ekki viðvarandi.