135. löggjafarþing — 33. fundur,  29. nóv. 2007.

breytingar á þingsköpum.

[11:48]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna þeirrar umræðu sem hér hefur farið fram er rétt að forseti taki skýrt fram að vissulega þarf að skapa þingmönnum eins gott svigrúm til að búa sig undir umræður og kostur er. Þá er að sjálfsögðu mikilvægt að fara að öllum þingskapareglum og það hefur verið gert. Ekkert á að vera því til fyrirstöðu að þessi umræða geti hafist.

Engu að síður er þetta mjög mikilvægt innlegg í það endurbótastarf sem við þurfum sameiginlega, allir hv. þingmenn, að fara í. Við þurfum að taka til hendinni og skapa þær aðstæður hér í þinginu að sem best megi vinna.