135. löggjafarþing — 33. fundur,  29. nóv. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[18:59]
Hlusta

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta verður stutt að þessu sinni. Svarið er einfaldlega að það er mat ráðuneytisins að við þeim óskum sé unnt að verða með þeim tillögum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að mæta úrbótum í þessum málaflokki.