135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar.

[15:18]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Ég veit að hv. þingmaður er vel lesinn í ríkisstjórnarsáttmálanum, í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar er ekkert vikið að verðtryggingarmálum sérstaklega. Verðtryggingu var komið hér á, eins og ég sagði áðan, við óvenjulegar aðstæður og hún var bráðnauðsynleg á þeim tíma.

Þegar verðbólga er lítil skiptir verðtryggingin heldur ekki miklu máli. Aðalmarkmiðið okkar er náttúrlega það að reyna að koma hér á stöðugu verðlagi til lengri tíma þannig að verðtryggingin í sjálfu sér verði þá ekki aðalatriðið. Hún er ákveðinn öryggisventill gagnvart þeim sem lána fjármagn til lengri tíma. Ef menn vilja þurrka upp uppsprettur langtímafjármagns er gott ráð til þess að afnema verðtrygginguna.