135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

rannsókn á Kumbaravogsheimilinu.

[15:23]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra þessi svör. Hann svaraði í sjálfu sér ekki þeim hluta spurningar minnar sem varðaði það hvers vegna ákvörðun hefði verið tekin um að rannsaka einungis Breiðavík á þessu stigi málsins. Í fréttatilkynningu frá ríkisstjórninni sem dagsett er 13. febrúar 2007, þ.e. um það bil einum og hálfum mánuði áður en nefndin var síðan sett á laggirnar, segir, með leyfi forseta:

„Ríkisstjórnin hefur enn fremur ákveðið að leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um að fram fari heildstæð og almenn athugun á því hvernig rekstri Breiðavíkurheimilisins var háttað á árabilinu 1950 til 1980 og eftir atvikum hliðstæðra stofnana og sérskóla þar sem börn dvöldu. Gefi upplýsingar og gögn tilefni til þess að rannsóknin taki til rekstrar nær í tíma skulu tímatakmörk rannsóknarinnar útvíkkuð samkvæmt því.“

Hér er þegar opnað á það að hægt sé að útvíkka rannsókn nefndarinnar. Og ég spurði hæstv. forseta hvers vegna störf nefndarinnar hefðu verið takmörkuð við Breiðavíkurheimilið. Ég sé ekki annað af grein Guðrúnar Sverrisdóttur en að full ástæða hafi verið til að hafa umboð (Forseti hringir.) nefndarinnar víðtækara.