135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

verksmiðjubú í mjólkurframleiðslu.

[15:28]
Hlusta

Jón Björn Hákonarson (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra þetta svar. Í sjálfu sér er það ekki í mínum huga neitt áhyggjuefni. Auðvitað fögnum við því að bú stækki og landbúnaðurinn eflist. Ég horfi helst til þeirra búa sem við köllum fjölskyldubú þar sem maður hefur auðvitað fagnað eflingu þeirra.

Eftir að hafa séð og fengið að fræðast um starfsemi stórra verksmiðjubúa víða erlendis hefur maður engu að síður áhyggjur af aðbúnaði og þeirri framleiðslu sem þar fer fram, hvort það samræmist þeirri sýn sem við viljum hafa á vistvænan og hreinan landbúnað hér og um leið náttúrlega auka líkur á því að hann sé sem víðast um landið. Við horfum á að það verður alltaf mikilvægara í breyttum heimi að við séum okkur sjálfbær um mat. Að öðru leyti þakka ég ráðherra fyrir svör hans og að fá afstöðu hans í þessu máli.