135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[16:23]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Hér er lögð til tilfærsla á fjárveitingaliðum innan lögreglugeirans, þ.e. að fjármunir færist frá ríkislögreglustjóraembættinu sem hefur bólgnað mjög að umfangi á undanförnum árum og yfir til almennu löggæslunnar, þ.e. lögreglustjóraembættisins á höfuðborgarsvæðinu eins og fram kemur í 2. tölul. á þskj. 352 og til sýslumanna til eflingar almennri löggæslu í umdæmunum skv. 3. tölul. á þskj. 352 þannig að þessir fjármunir skiptist í tvennt og færist til eflingar almennum löggæsluverkefnum undir þessum embættum, svo sem miðborgargæslunni hjá lögreglustjóraembætti höfuðborgarsvæðisins og til almennra löggæsluverkefna á vegum sýslumanna. Eins og kunnugt er hafa þau verkefni verið í miklu fjársvelti þannig að embættin eiga í vaxandi erfiðleikum með að manna lágmarksgæslu. Við teljum að ríkislögreglustjóraembættið hljóti að lifa það af að fá í eitt ár ekki nema bara verðbólguhækkun á fjárveitingar sínar.