135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[16:27]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Þó að meiri hlutinn leggi til að fjárveiting til Jafnréttisstofu hækki um 20 millj. kr. er það í sjálfu sér afar lítil hækkun miðað við þau auknu hlutverk sem Jafnréttisstofa fær með nýjum lögum sem eru að fara í gegnum þingið. Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði teljum að það sé alveg nauðsynlegt til að Alþingi tali skýrt í þessum efnum, til að við tryggjum það að Jafnréttisstofa geti framfylgt því hlutverki sem við ætlum að leggja á hennar herðar með nýju lögunum, fái hún að lágmarki þessar 40 millj. í viðbótarfjárveitingu. Ég segi já.