135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[16:36]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að við kölluðum til baka breytingartillögur okkar um mun meiri hækkun á fjárveitingum til heilbrigðisstofnana eins og sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans. Hér er ekki annað betra í boði en að styðja þessa breytingu sem er upp á litlar 204 millj. í viðbót til Landspítalans sem er auðvitað fráleitlega lág upphæð og allsendis ónóg, en þar sem breytingin er þó í rétta átt munum við styðja þetta frekar en ekki neitt, sérstaklega í trausti þess að þessi mál verði skoðuð áfram milli 2. og 3. umr. og að Landspítalinn og aðrar mikilvægustu heilbrigðisstofnanir þjóðarinnar fái viðunandi fyrirgreiðslu í lokagerð fjárlagafrumvarpsins. Það er aldeilis ónógt sem þarna er lagt til.