135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[17:10]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F):

Hæstv. forseti. Það er hárrétt sem kom fram fyrir helgina, 2. umr. og atkvæðagreiðsla um fjárlög er kannski stærsta og langmerkilegasta verkefni Alþingis. Yfirleitt tekur fjárlagafrumvarpið litlum breytingum við 3. umr. og ég tek undir með hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni, það er ankannalegt að þegar talað var fyrir 2. umr. voru hæstv. ráðherrar ríkisstjórnarinnar flestir fjarri, voru ekki við þá umræðu. Vissulega er mjög ankannalegt að þessi mikli meiri hluti skuli láta 18 hv. þingmenn hafa frí í dag, á mánudegi. Þetta er óvirðing við þessa umræðu og á ekki að eiga sér stað. (GSB: Þeir eru í erlendu samstarfi. …) (Gripið fram í: … á erlendri grund.) Fjárlögin eru æðri erlendu samstarfi. (Forseti hringir.) Ég greiði ekki atkvæði.