135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[17:22]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg):

Herra forseti. Ég hef leitað dyrum og dyngjum að heimild þeirri sem hér er byggt á. Hana er hvorki að finna í stjórnarskrá né í lögum um Stjórnarráðið. Hún er hvergi. Þingheimur á heimtingu á að herra forseti geri þingheimi skýra og nákvæma grein fyrir því á hvaða lagaheimild þessi atkvæðagreiðsla er byggð.

Þetta er ekki saumaklúbbur. Þetta er ekki áhugamannafélag úti í bær. Þetta er hið virðulega þing sem ber að fara að lögum og stjórnarskrá. Það er ekki hægt að ýta stjórnarskránni til hliðar og nota hana með þeim hætti sem hér er gert. Ég segi nei við þessu.