135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[20:51]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er mjög miður að ekki hafi náðst samstaða allra flokka um þetta mál en það gengur náttúrlega ekki þannig að einn flokkur ætli að fara að segja hinum fyrir verkum, hvað þeir eigi að gera, hvernig eigi að hafa þetta, annars samþykki hann það ekki. Hann er kannski vanur því í gegnum tíðina að geta alltaf sagt fyrir hvað hann vill fá með langhundum, málþófi o.s.frv. Auðvitað gengur það ekki endalaust. Mér sýnist að þolinmæði hinna flokkanna hafi brostið í því að bíða eftir hv. þingmönnum Vinstri grænna þar sem þeir vildu ná sínu fram og engu öðru.