135. löggjafarþing — 35. fundur,  4. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[00:17]
Hlusta

Flm. (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil með sama hætti vekja athygli á því, vegna þess sem m.a. hefur komið fram hjá hv. þingmanni, að mikill stuðningur er við það frumvarp sem hér er verið að flytja. Hann vísaði í 15. gr. og telur að með henni sé verið að takmarka málfrelsi en ég tel að því sé öfugt farið. Þar er verið að tryggja að sem flestir eigi möguleika á því að taka þátt í umræðum. Það er afar mikilvægt, ekki síst á hinu háa Alþingi, að standa þannig að málum, binda þannig um hnúta, að umræður geti verið á þeim forsendum að sem flestir komist að.